United Silicon notar hefðbundnar framleiðsluaðferðir og bræðir kvars (Silicon dioxide), blandað með kolum, koksi og viðarflísum, í ljósbogaofni, þar sem efnahvörf verða við 1900 gráður á Celsíus:

SiO2 + 2C + O2 → Si + 2CO2

Fræðilega séð er ferlið einfalt en því þarf að stjórna nákvæmlega í ofninum til að hámarka orkunýtingu og til að ná réttum gæðum á kísilmál og kísilryk. Kísilryk er aukaafurð sem flutt er á markaði erlendis og meðal annars nýtt í sement og eldfastan iðnað.

Framleiðsluferlinu er hægt að lýsa með meðfylgjandi teikningu: