Verksmiðja United Silicon er hönnuð og sett upp samkvæmt ströngustu umhverfisstöðlum. Reykhreinsivirki hreinsar allan útblástur frá ofninum og fjarlægir ryk niður í fimm míkrógrömm í hverjum m³, sem er fjórum sinnum minna en íslensk viðmið fyrir loftgæði gera ráð fyrir.

Orkurannsóknir sem er óháður aðili hefur sett upp þrjár stöðvar sem mæla loftgæði í nágrenni verksmiðjunnar. Staðsetning þeirra var ákveðin í samráði við Umhverfisstofnun. Niðurstöðum mælinganna er miðlað í rauntíma á síðunni andvari.is og einnig hér á síðu United Silicon. Þessar mælingar gera íbúum kleyft að fylgjast með umhverfisáhrifum verksmiðjunnar á hverjum tíma.