United Silicon framleiðir afurðir sínar í verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Þar er fyrsti 32 MW ljósbogaofn verksmiðjunnar sem framleiðir kísilmálm með því að að bræða kvars, kol, viðarkol og viðarflís við 1900 gráðu hita á celsíus. Framleiðsla verksmiðjunnar er meðal annars nýtt í sólarrafhlöðuiðnað og ál- og silikoniðnað og eru um 12.000 mismunandi vörur framleiddar og seldar um allan heim úr kísli úr Helguvík.

Sólarsellur sem framleiddar eru úr kísli frá verksmiðju United Silicon á Íslandi leysa nú í auknum mæli af hólmi orkugjafa sem nýta kol og gas víða um heim og stuðla þannig að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.  Við erum við stolt af því að taka þátt í þessari nýju og vaxandi atvinnugrein. Á fyrri hluta ársins 2016 var slegið nýtt met á sviði endurnýjanlegrar orku í heiminum þegar hálf milljón nýrra sólarsella var tekin í notkun á hverjum degi.