United Silicon USi) er eina kísilmálmverksmiðjan á Íslandi og árleg framleiðslugeta hennar er um 22.900 tonn í einum stórum 32 MW ofni sem gengur undir nafninu ISABELLA.  Alls eru 65 starfsmenn hjá félaginu sem sérhæfir sig í framleiðslu kísilmálms. USi framleiðir kísilmálminn með hreinni endurnýjanlegri orku frá Landsvirkjun og stór hluti framleiðslunnar er seldur til viðskiptavina í Evrópu og N-Ameríku og er notaður meðal annars í matvæli, snyrtivörur, bíla, flugvélar, byggingariðnaði og í sólarsellur.

Auk framleiðslu á kísilmálmi falla til um 9.000 tonn árlega af kísilryki, sem er aukaafurð og verður til við hreinsun á afsogsreyk frá ofninum í reykhreinsivirki verksmiðjunnar. Kísilrykið er fyrst og fremst notað til íblöndunar í sement til styrkingar á steypu og einnig m.a. notað við framleiðslu á eldföstum efnum auk annarra nota.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *