Verksmiðja United Silicon er hönnuð og sett upp samkvæmt ströngustu umhverfisstöðlum.Nútíma reykhreinsivirki hreinsar allan útblástur frá ofninum og fjarlægir allt ryk niður í fimm micrometra að stærð og tryggir þannig hámarks loftgæði við verksmiðjuna eða fimm míkrógrömm í hverjum m³, sem er fjórum sinnum minna en íslensk viðmið fyrir loftgæði gera ráð fyrir en það eru 20 míkrógrömm pr. m³. Jafnframt er vert að minna á að verksmiðja United Silicon er hönnuð án „neyðarskorsteina“ sem eldri (og sumar nýrri) verksmiðjur hafa og gerir þeim kleift að losa óhreinsað lofti úr ofninum beint út í umhverfið. Í verksmiðju United Silicon er þetta ekki hægt og því fer allur útblástur í gegnum reyksíur og er þar með alltaf hreinsaður.

Reykhreinsiver United Silicon er af fullkomnustu gerð með Gore-Tex pokasíum sem fjarlægja 99,5% af ryki. Kostnaður við loftsíuna eina nam 15,5 milljónum evra en það var ákvörðun stofnenda fyrirtækisins að nýta bestu lofthreinsitækni sem fáanleg er í þessum iðnaði í dag.

United Silicon hefur einnig sett upp 3 stöðvar sem mæla loftgæði í nágrenni verksmiðjunnar. Staðsetning þeirra var ákveðin í samráði við Umhverfisstofnun (UST) og sér United Silicon til þess að niðurstöðum mælinga er miðlað í rauntíma á netinu á síðunni andvari.is og hér á heimasíðu United Silicon. Með þessu eru sett ný viðmið um samfelldar mælingar og birtingu upplýsinga um loftgæði sem gera íbúum Reykjanesbæjar kleift að fylgst með mælingum í rauntíma. Með þessu er gengið mun lengra en kröfur eru um því lögum samkvæmt ber félaginu einungis að leggja fram skýrslu um þessar mælingar einu sinni á ári. United Silicon er eina iðjuverið hér á landi sem miðlar upplýsingum um loftgæði á þennan hátt. Sú ákvörðun stjórnenda United Silicon að nálgast viðfangsefnið með þessum opna hætti endurspeglar stefna fyrirtækisins að halda nágrönnum verksmiðjunnar upplýstum um að umhverfi verksmiðjunnar sé í lagi, þrátt fyrir eim sem óhjákvæmilega fylgir framleiðsluferlinu, jafnvel eftir að útblásturinn hefur verið hreinsaður.

Losun gróðurhúsalofttegunda

Framleiðsluferli verksmiðjunnar veldur óhjákvæmilegrar losun koltvísýrings og eru vísindamenn sammála um að það stuðli að hlýnun jarðar. Losun koltvísýrings er þó mun minni hjá United Silicon en hjá 90% annarra framleiðenda sílikons í heiminum. Í Kína þar sem um 60% þeirra eru staðsettir er framleiðsluferlið knúið orku frá kolaorkuverum sem gefa frá sér koldíoxíð í miklum mæli. Á Íslandi kemur öll orka frá endurnýjanlegum orkugjöfum og því er koltvísýringslosun United Silicon 9 sinnum minni en að meðaltal hjá silikon framleiðandum annars staðar í heiminum. Þar sem þörf er fyrir sílikon í heiminum er skynsamlegt út frá umhverfissjónarmiðum að framleiða það hér á landi. United Silicon er stolt af því að geta „flutt út“ endurnýjanlega orku Íslands í formi sílikons en um helmingur afurða okkar fer til framleiðslu á sólarsellum sem framleiða meiri endurnýjanlega orku í sólríkari hlutum heimsins.

Að auki notar United Silicon viðarkol frá Póllandi og viðarflís frá Kanada, sem í báðum tilfellum koma úr endurnýjanlegum og kolefnishlutlausum skógum sem stuðla ekki að hlýnun jarðar því koldíoxíðið bindst aftur í nýjum trjám.

Sólarsellur sem framleiddar eru úr sílikoni frá verksmiðju United Silicon á Islandi leysa nú í auknum mæli af hólmi orkugjafa sem nýta kol og gas víða um heim og erum við stolt af því að taka þátt í þessari nýju og vaxandi atvinnugrein. BBC hefur greint frá því að árið 2016 var slegið nýtt met á sviði endurnýjanlegrar orku í heiminum þegar hálf milljón nýrra sólarsella var tekin í notkun á hverjum degi á fyrri hluta ársins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *