Héraðsdómur Reykjanes féllst í dag á beiðni stjórnar United Silicon um áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar til 22. janúar 2018.

Upphaflega fékk stjórn félagsins heimild til greiðslustöðvunar um miðjan ágúst. Í september var óskað eft­ir fram­leng­ingu á greiðslu­stöðvun fé­lags­ins og fékkst frestur til 4. desember. Á greiðslustöðvunartímabilinu hefur mikil vinna verið lögð í nauðsynlegar greiningar á starfsemi United Silicon og farið yfir leiðir til úrbóta. Sérstaklega hefur verið unnið að úrlausn þeirra athugasemda sem eftirlitsaðilar gerðu við starfsemi félagsins.

Um sextíu manns eru að störfum hjá verksmiðjunni en frá því framleiðsla var stöðvuð í byrjun september hefur starfsfólkið meðal annars sinnt viðhaldi.

Frekari upplýsingar veitir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í síma 6929797.