Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Stjórn United Silicon hefur ráðið Þórð Magnússon sem forstjóra fyrirtækisins. Þórður útskrifaðist sem eðlisfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996 og sem doktor í efnisfræði (e. Material Science) frá Norwegian University of Science and Technology (NTNU) árið 2000. Þórður gegndi áður stöðu framleiðslustjóra í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Þórður hefur að undanförnu gegnt stöðu aðstoðarforstjóra United Silicon.

Þá hefur stjórn United Silicon gert starfslokasamning  við Helga Þórhallsson, sem tók við stöðu forstjóra fyrirtækisins í apríl 2015. Helgi er efnaverkfræðingur og hefur hann komið að mörgum kísilverkefnum um allan heim, m.a. í Kína og Inónesíu fyrir utan Noreg og Ísland og á nær 40 ára starfsreynslu í kísiliðnaði.

Nánari upplýsingar veitir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í síma 6929797.