Hlutahafafundur United Silicon hf. fór fram í gær, 19. september 2017. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13% hluta félagsins. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa stjórnina þau Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Jakob Bjarnason, stjórnarformaður félagsins.

Fyrr í mánuðinum veitti Héraðsdóm­ur Reykja­ness félaginu framlengingu á heimild til greiðslu­stöðvunar til þriggja mánaða, eða til 4. des­em­ber.

Stjórn félagsins vinnur áfram að endurskipulagningu félagsins og hefur stuðning hluthafa til að leita nýrra fjárfesta og leiða viðræður við þá.

Frekari upplýsingar veitir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í síma 692 9797.