Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Kvartað hefur verið undan lykt frá verksmiðju United Silicon undanfarna daga. Ástæðan er sú að ofninn var keyrður á skertu álagi vegna vandamála með eitt rafskautið í ofninum.

Í gærkvöldi var því slökkt á ofninum þannig að hægt væri að stytta rafskautið og koma rekstri ofnsins í jafnvægi. Unnið var að þessu alla síðustu nótt og lauk verkinu í morgun. Ofninn var svo settur inn aftur klukkan 11:40 í morgun og verður keyrður upp samkvæmt venjubundnu uppkeyrsluplani. Búast má við lykt frá verksmiðjunni meðan á uppkeyrslunni stendur og vindátt er til bæjar.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem fólk verður fyrir vegna þessa. Af þessu tilefni viljum við þó minna á niðurstöður mælinga á losun frá verksmiðjunni. Norska loftgæðastofnunin, NILU hefur annast mælingarnar og samkvæmt þeim berast ekki hættuleg efni í skaðandi mæli frá verksmiðjunni. Þetta á við bæði íbúa í Reykjanesbæ og starfsmenn verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun og United Silicon eru að vinna að frekari mælingum á greiningu efna sem borist gætu frá verksmiðjunni.

 

Nánari upplýsingar,

Kristleifur Andrésson 669 6017