Kvartanir vegna lyktar frá verksmiðju United Silicon og rekstur ljósbogaofns verksmiðjunnar.

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Kvartað hefur verið undan lykt frá verksmiðju United Silicon undanfarna daga. Ástæðan er sú að ofninn var keyrður á skertu álagi vegna vandamála með eitt rafskautið í ofninum.

Í gærkvöldi var því slökkt á ofninum þannig að hægt væri að stytta rafskautið og koma rekstri ofnsins í jafnvægi. Unnið var að þessu alla síðustu nótt og lauk verkinu í morgun. Ofninn var svo settur inn aftur klukkan 11:40 í morgun og verður keyrður upp samkvæmt venjubundnu uppkeyrsluplani. Búast má við lykt frá verksmiðjunni meðan á uppkeyrslunni stendur og vindátt er til bæjar.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem fólk verður fyrir vegna þessa. Af þessu tilefni viljum við þó minna á niðurstöður mælinga á losun frá verksmiðjunni. Norska loftgæðastofnunin, NILU hefur annast mælingarnar og samkvæmt þeim berast ekki hættuleg efni í skaðandi mæli frá verksmiðjunni. Þetta á við bæði íbúa í Reykjanesbæ og starfsmenn verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun og United Silicon eru að vinna að frekari mælingum á greiningu efna sem borist gætu frá verksmiðjunni.

 

Nánari upplýsingar,

Kristleifur Andrésson 669 6017

Fyrstu niðurstöður NILU sendar Umhverfisstofnun

Áfangaskýrsla um fyrstu niðurstöður greininga norsku loftrannsóknarstofnunarinnar (NILU) á útblæstri verksmiðju United Silicon í Helguvík liggja nú fyrir og hafa verið sendar Umhverfisstofnun.  NILU er sjálfstæð stofnun á sviði loftgæðarannsókna sem er ekki rekin í hagnaðarskyni. Hún hefur langa og viðamikla reynslu af vísindalegum rannsóknum og greiningum á útblæstri frá iðnaði á alþjóðavísu sem og í Noregi.

Áfangaskýrsluna sem er á ensku má lesa hér að neðan.

Status report after the preliminary report on testing.

(Icelandic) Skipulagt viðhaldsstopp á ljósbogaofni United Silicon 6. júni frá 9.00-13.00

 

 

 

(Icelandic) Endurræsing verksmiðju United Silicon gengur samkvæmt áætlun

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Sunnudaginn 21.maí s.l. hófst endurræsing verksmiðju United Silicon.  Líkt og þá var greint frá, mun taka tíma að ná jöfnum og stöðugum rekstri eftir svo langa rekstrarstöðvun. Endurræsingin hefur í stórum dráttum gengið eftir áætlun. Ljósbogaofn verksmiðjunnar stöðvaðist þriðjudagskvöldið 23. maí sl. vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði, en búast má við slíku við uppkeyrslu. Viðgerð tók nokkurn tíma og af þeim sökum barst lykt frá verksmiðjunni á meðan á ofnstoppi stóð. Ofninn var gangsettur að nýju í gærkvöldi, 24. maí kl 20.29.
Um leið og ofninn nær fullum hita að nýju, á að draga úr lykt frá verksmiðjunni. Umhverfisstofnun og bæjaryfirvöldum er haldið upplýstum um allt sem gerist í rekstri ljósbogaofnsins á meðan á þessari uppkeyrslu stendur.

 

Norska loftrannsóknarstofnunin NILU sinnir nú mælingum á loftgæðum inni í verksmiðjunni og í nágrenni hennar, þar á meðal á heimili einu í Reykjanesbæ, þar sem lyktar hefur orðið vart. Markmið mælinga er að fá óyggjandi vissu um hvaða efni geti borist frá verksmiðjunni við ólíkar aðstæður og í hvaða magni, svo unnt sé að grípa til viðeigandi aðgerða í framhaldinu.
United Silicon vinnur nú eftir úrbótaáætlun norska ráðgjafarfyrirtæksisns Multikonsult sem tók út verksmiðjuna í kjölfar stöðvunarinnar þann 18. apríl sl. og sérfræðingar norska fyrirtækisins starfa enn með United Silicon og munu vera til staðar í Helguvík, þar til starfsemin er komin í fullan gang. Úttekt á öllum rekstrarþáttum fer fram með ofninn í rekstri en gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þremur vikum að ná upp fullum afköstum og stöðugum rekstri ofnsins.  Á þeim tíma gæti lykt borist frá starfseminni þó að reynt sé eftir fremsta megni að takmarka hana eins og kostur er.

 

Nánari upplýsingar: Kristleifur Andrésson s. 669 6017

 

(Icelandic) Stefnt að gangsetningu verksmiðju United Silicon hf. á sunnudaginn 21. maí

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Stefnt er að gangsetningu ofns kísilmálverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 16:00, með samþykki Umhverfisstofnunar. Í kjölfar ítarlegrar úttektar og ábendinga norska ráðgjafafyrirtækisins Multikonsult hefur verið unnið að endurbótum og lagfæringum á búnaði verksmiðjunnar. Þess utan hefur verið ráðist í frekari framkvæmdir og úrbætur á búnaði, að tillögu stjórnenda fyrirtækisins. Þessum framkvæmdum er nú lokið. Næsta skref í úrbótaáætlun fyrirtækisins er úttekt Multikonsult á verksmiðjunni með ofninn í rekstri en gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þremur vikum að ná upp fullum afköstum og stöðugum rekstri ofnsins. Norsku ráðgjafarnir munu vinna áfram með fyrirtækinu í kjölfar gangsetningar.

Norska loftrannsóknastofnunin NILU mun mæla loftgæði inni í verksmiðjunni og í nágrenni hennar þar á meðal inni á heimili í Reykjanesbæ þar sem lyktar hefur orðið vart.  Til að fá áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og til að ákveða aðgerðir sem takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni í framtíðinni, er nauðsynlegt að keyra ofninn á mismundandi álagi.  Við þær aðstæður má reikna með að einhver lykt muni berast frá verksmiðjunni. Markmið mælinga er einnig að fá óyggjandi vissu um hvaða efni geti borist frá verksmiðjunni við ólíkar aðstæður og í hvaða magni, svo unnt sé að grípa til viðeigandi aðgerða.

Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir sunnanátt  á gangsetningardegi.

Það er von stjórnenda United Silicon hf. að með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og áfram er unnið að, takist að vinna bug á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstri verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík og valdið hafa íbúum á Suðurnesjum óþægindum og áhyggjum.

 

Nánari upplýsingar: Kristleifur Andrésson s. 669 6017

 

 

(Icelandic) Eignarhald United Silicon

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Stærstu tíu hluthafar United Silicon eru eftirfarandi og ráða þeir yfir 99% alls hlutafjárs.

Dags. Nafn hluthafa Fjárhæð hlutar Hlutdeild
1 Kísill Ísland hf. 2.338.563.134 36,59478%
2 Kísill III slhf. 1.974.465.000 30,89722%
3 Arion banki hf. 698.372.058 10,92841%
4 USI Holding B.V. 448.534.910 7,01885%
5 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 356.827.507 5,58378%
6 Festa Lífeyrissjóður 233.710.036 3,65719%
7 Kastalabrekka ehf 115.624.000 1,80933%
8 Silicon Mineral Ventures 65.985.000 1,03256%
9 Magnús Garðarsson 59.600.000 0,93264%
10 Eftirlaunasjóður Atvinnuflugm. 35.889.164 0,56161%

 

Rekstrarstöðvun vegna bruna

Engin slasaðist þegar eldur kviknaði á fjórða tímanum í nótt á tveimur efri hæðum verksmiðju United Silicon í Helguvík. Slökkvilið var kallað út rétt fyrir fjögur og brást það skjótt við og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Einangrandi timburgólf og veggir umhverfis rafskaut á efstu hæð brunnu að hluta, einnig rafmagnskaplar og skynjarar.  Rannsókn á þessu atviki stendur nú yfir á vegum lögreglu og er ekkert hægt segja um eldsupptök fyrir en niðurstöður hennar liggja fyrir.  Ekki er heldur hægt á þessu stigi að segja til um hve langan tíma muni taka að gera við skemmdir og koma verksmiðjunni aftur í rekstur.

 

(Icelandic) United Silicon styrkir Knattspyrnudeild Keflavíkur

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Helgi Þórhallsson forstjóri United Silicon og Jón G. Benediktsson formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur handsala samninginn.

United Silicon (USi) hefur gert tveggja ára styrktarsamning við Knattspyrnudeild Keflavíkur og verður eftir hann meðal stærstu styrktaraðila knattspyrnudeildarinnar.  Það var Jón G. Benediktsson formaður knattspyrnudeildarinnar og Helgi Þórhallsson forstjóri USi sem skrifuðu undir samninginn. Með samningnum er framhaldið eldra samstarfi USi og knattspyrnudeildarinnar en fyrirtækið hefur lýst vilja til að styðja við íþrótta- og félagslíf í Reykjanesbæ og þá sérstaklega við barna- og unglingastarfið.  Í samkomulaginu felst meðal annars að merki USi verður áfram á félagsbúningum og á kynningarefni Knattspyrnudeildar Keflavíkur og þá verður fánum United Silicon flaggað á leikdögum á vallarsvæði Keflavíkur.

 

(Icelandic) Niðurstaða um orsök mæliskekkju í Helguvík

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning Orkurannsókna ehf.

Líkt og kunnugt er kom upp óeðlilegt frávik í efnamælingum Orkurannsókna ehf í Helguvík sem gáfu vísbendingar um að mæliskekkja hefði átt sér stað við greiningu á málmum í ryksýnum, þar á meðal arsens.

Í kjölfarið fór fyrirtækið yfir þau gögn sem voru til staðar og verkferla við sýnasöfnun, auk þess sem ALS Global (www.alsglobal.se/en) í Svíþjóð, sem annast úrvinnslu og greiningar á þeim sýnum sem Orkurannsóknir safna, fóru yfir sína ferla. Við skoðun hjá ALS hefur komið í ljós að mannleg mistök hjá þeim leiddu til þess að sýnin sem send voru til Svíþjóðar voru greind með fimmfalt hærra magn málma en raun var.

ALS hefur sent frá sér yfirlýsingu (sjá viðhengi) þar sem þeir harma þessi mistök og árétta að þeir muni fara yfir sína verkferla til að fyrirbyggja slík mistök í framtíðinni.

Orkurannsóknir ítreka að fyrirtækið fylgir ítrustu gæðaferlum og viðheldur viðurkenndum vinnubrögðum við umhverfis- og efnamælingar.

Egill Þórir Einarsson
Yfirmaður rannsóknarstofu Orkurannsókna ehf

Yfirlýsing ALS

(Icelandic) Glærukynning United Silicon frá fundi með umhverfis- og samgöngunefnd

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Hér er að finna glærukynningu United Silicon frá fundi fyrirtækisins með umhverfis- og samgöngunefnd þann 5. apríl 2017.
Frekari upplýsingar veitir Kristleifur Andrésson öryggis-  og starfsmannastjóri,
sími: 669 6017, netfang: ka@silicon.is

Glærur frá fundi með umhverfis- og samgöngunefnd